Berg fasteignasala kynnir jörðina Finnsstaði í næsta nágrenni við Egilsstaði á Fljótsdalshéraði. Stærð jarðarinnar er um 600 hektarar auk lands í óskiptu landi á Fjarðarheiði allt að vatnaskilum við Seyðisfjörð. Jörðin er afar vel í sveit sett. Tæplega 5 km. frá Egilsstöðum. Því er stutt í flesta þá þjónustu sem þarf. Stutt á flugvöllinn, verslanir, læknisþjónustu, sundlaug og íþróttaðstöðu svo það helsta sé nefnt. Vök náttúruböð við Urriðavatn í næsta nágrenni.
Nánari lýsing. Jörðin er seld án alls bústofns, framleiðsluréttar en með öllum búnaði vegna ferðaþjónustu. Í dag er rekin öflug ferðaþjónusta á Finnsstöðum. Góðir möguleikar eru á að útvíkka starfsemina og auka við eftir því sem kaupendur hugsa sér.
Ýmis hlunnindi fylgja jörðinni ss. ; veiði í Eyvindará og arður af henni, góðar reiðleiðir, arður af hreindýraveiði,gæsaveiði. Á jörðinni eru tvö einbýlishús. Annað þeirra nýtt sem gistihús, í hinu búa eigendur. Einnig er vélaskemma og útihús. Hesthús og hlaða auk fjárhúss og hænsnahúss.
Eftirtaldar byggingar með fastanúmerum eru á Finnsstöðum:Finnsstaðir 1 fnr. 217-6452, landnúmer: 158082, skráð, jörð,hlaða,fjós, vélaskemma,mjólkurhús,fjós,fjárhús og ræktað land.
Finnsstaðir 1a, fnr. 217-6454,landnúmer: 199460, skráð, einbýlishús(byggt 1947)
Finnsstaðir 1b,fnr. 217-6462,landnúmer: 199461.Skráð, Einbýlishús( byggt 1977)
Finnssstaðir 3,fnr. 217-6480,landnr. 158087, skráð, jörð,ræktað land.
Útjörð að hluta ,(ógirt land) úr landi Finnstaða 1 er í óskiptu landi með Finnsstöðum 2, þar er hlutur Finnstaða 1, 2/3 af landinu. Mikið fuglalíf og varpland er á þessu svæði.
1. Einbýlishús , steypt á einni hæð, byggt 1977, 125 fm. Húsið er með tveimur anddyrum, stofu og borðstofu. Eldhúsi og búri, 3 svefnherbergi ,tvö baðherbergi,gangur og þvottahús.2. Einbýlishús,steypt á einni hæð. Byggt 1947, 94 fm. Húsið er með tveimur anddyrum. Stofu og borðstofu,eldhúsi, 3 svefnherbergi ,tvö baðherbergi ,gangur,sturtuherbergi og þurkherbergi.
3. Sambyggt útihús. Hesthús, hlaða, hænsnahús og fjárhús. Samtals 441 fm.
4. Véla og verkfæraskemma. Byggð, 1993, 96 fm.
Allar nánari uppl. og ráðgjöf hjá Pétri s. 897-0047 eða [email protected]