Kambasel 34, Reykjavík


TegundRaðhús Stærð187.00 m2 7Herbergi 2Baðherbergi Sérinngangur

Berg fasteignasala kynnir.   Kambasel 34. Um er að ræða raðhús á tveimur hæðum alls 187,6 fm. Húsið býður upp á stækkunarmöguleika, til að mynda hús nr. 36 skráð  223 fm og er þar búið að klára stækkun upp um eina hæð. Rúmgóð fjölskyldu eign. 

Nánari lýsing. Neðri hæð

Anddyri er með flísum á gólfi og fatahengi. Gengið inn í forstofuherbergi. 
Er inn er komið tekur við hol.
Baðherbergi
neðri hæðar er með baðkari og ágætis innréttingu.
Þrjú svefnherbergi til viðbótar eru á hæð, útgengt úr hjónaherbergi í garð og á sólpall bakatil.
Efri hæð 
Stofa hol og borðstofa mynda opið og bjart alrými, útgengt á svalir.
Eldhús er með góðri innréttingu, eyja og borðkrókur. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með sturtu.
Eitt svefnherbergi á hæð. 
Bílskúr er 23 fm.

Annað: Eins og áður hefur verið nefnt er víða búið að auka nýtingar möguleika með því að opna upp á risloft. Byrjað er á þessum framkvæmdum í þessu húsi en ekki lokið, mun þetta stækka eignina um c.a 40 fm. Afar hentug eign fyrir stóra fjölskyldu í dag fimm svefnherbergi. 

Allar nánari uppl. veitir Stefán sími 896-9303. stefan@berg.is

í vinnslu