Gimbratún 14, Hvolsvöllur
Berg fasteignasala kynnir Gimbratún 14 Hellishólum. Um er að ræða 113 fm sumarhús á einni hæð. Bústaðurinn verður í alla staði hin glæsilegasti og býður seljandi að afhenda húsið með heitum potti. Til stendur að byggja 5 ný hús á þessu ári. Frekari uppl er hægt að nálgast á skriftofu. Möguleg afhending með vorinu.
Nánar um staðarhætti
Staðsettning er um 10 mín. frá Hvolfsvelli. Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira. Golfvöllur er 18 holu sem árnar Þverá og Grjótá renna í gegnum. Þverárvöllur er krefjandi og skemmtilegur, umkringdur glæsilegri náttúru. Golfklúbburinn Þverá er með starfsemi sína á Þverárvelli. Klúbburinn er aðili að Golfsambandi Íslands. Þverárvöllur er par 71 og er lengd hans frá gulum teigum 5.323 m.
Húsið skilast fullbúið með timburverönd og grjófjafnaðir lóð og veg að húsi grófjafnað í möl. (Ásett verð er án heits potts).
- Steyptir sökklar. Steypt plata með gólfhita
- Timburhús með timbursperrum. Timburgluggar og hurðar. Utanhússklæðning er kúpt vatnsklæðning 21mm
- Þak klætt með Aluzink þakjárni. Þakkantur klæddur með timbri. Rennur og niðurföll úr áli
- Timburpallur klæddur með hefðbundinni klæðningu
- Að innan er húsið klætt með gifsi og málað. Halogen ljós í stofu og eldhúsi. Ljósastæði í herbergjum
- Innréttingar frá VOKE III – gæðainnréttingar. Eldavél og helluborð frá Whirlpool.Hreinlætistæki eru Duravit frá Ísleifi Jónssyni ehf. Gólf eru flísalögð með parketflísum frá Agli Árnasyni