Efstaland 5, Mosfellsbær


TegundEinbýlishús Stærð337.10 m2 7Herbergi Baðherbergi Margir inngangar

Þessi eign er seld með fyrirvara um fjármögnun.

Berg fasteignasala kynnir:
Efstaland 5. Um er að ræða einbýlishús með aukaíbúð, sannkallað fjölskylduhús á frábærum útsýnisstað við Efstaland  í Mosfellsbæ. Núverandi teikning býður upp á ýmsa frekari möguleika. Einnig er möguleiki á að fá húsið lengra komið.

Húsið afhendist rúmlega fokheld að innan eða eftir samkomulagi, með gluggum og gleri, endanlegum frágangi á útveggjum og með grófjafnaðari lóð.

Nánari skilalýsing

Húsið er staðsteypt, einangrað og klætt að utan með álkerfi og ljósum flísum. Gluggar eru álklæddir timburgluggar – ál-trégluggar, litur RAL 9010 - dökkur. Hurðar eru áltré – hvítar RAL 9010
Þakkantur er klæddur með áli. Þak er klætt með Aluzink bárujárni. Bílskúrshurð – litur hvítur. Niðurfallsrör eru inní klæðningu/falin og eru úr áli. Rennur eru úr áli.
Svalir skilast steyptar og yfirborð steypt. Svalarhandrið er ekki uppkomið.
Hiti er í gólfum, nema í bílskúr er ofn. Gólfhiti steyptur í plötu á neðri hæð, gólfhiti lagður í mottur á efri hæð. (Anidryt ílögn í gólfum á efri hæð yfir hitalagnir).
Vinnulýsing komin og tafla.  Heimtaugargjald fyrir hitaveitu er greitt og hitaveita er kominn inn í húsið. Kaupandi greiðir heimtaugargjald fyrir rafmagn.

Frágangur pípulagna:
Grunnlagnir efri og neðri hæðar, gólfhiti og neysluvatnslagnir neðri hæðar: Regnvatns og skólplagnir, brunnar, upphækkanir á brunna, járnlok á brunna, ídráttarrör og fæðilagnir fyrir neðri hæð, sökkul og gólfmáti orkuveitu og inntaksbeygjur. Gólfhiti neðri hæðar rehau pex-A 20mm bundinn i járnagrind, dreifikistur gólfhita Danfoss, fóðingar f. handklæðaofna. þrýstiprófun gólfhita, rör í rör Rehau Pex neysluvarnslagnir að töppunarstöðum ásamt dreifikistum, tenging frárennslis við götulagnir. Söndun með lögnum. Gólfhiti í járnagrind bílskúrs ásamt dreifikistum. Neysluvatnslagnir að töppunarstöðum og dreifikistur neysluvatns á efri hæð. Niðurfall í bílskúr.
Mælagrind, tenging á uppblöndun hitakerfis, neysluvatnsforhitari og tenging neysluvatnskerfis (afréttir stútar úr veggjum), gólfhiti efri hæðar, lagður á einangrunarmottur ásamt dreifikistum Danfoss. Gegnumstreymisniðurföll fyrir handlaugar á böðum og ræstivaska í þvottahúsum. Frárennslislagnir í milliveggi. Wc kassar grohe fyrir upphengdar skálar tengdir við vatn og frárensli. Handklæðaofnar(3 stk) 1400x600 uppsetttir og tengdir með hitanema og stillité.
** Ekki innifalið í pípulögn: Hreinætistæki, blöndunartæki og niðurföll í sturtur. Stýringar á gólfhita, tölva og thermostöt. Vinna við tengingar á hreinlætistækjum og blöndunartækjum.

Lóð skilast grófjöfnuð

Allar nánari uppl. veitir Stefán í síma 896-9303 eða stefan@berg.is. 

í vinnslu