Þingvellir-Illagil 14, Selfoss


TegundLóð / Jarðir Stærð7,000.00 m2 Herbergi Baðherbergi

Berg fasteignasala kynnir.  Illagil 14 við þingvallavatn. Eignarlóð á þessum gríðalega vinsæla og falega stað.

Nánari lýsing

Lóðum fylgir réttur til að geyma báta í fjörunni við Hestvík. Heimilt er að byggja 150 fm hús á lóð auk 25 fm gestahúss. Byggingareitur lóðar er afmarkaður á uppdrætti af deiliskipulagi svæðisins. Stærð húsanna, leyfileg vegghæð og mænishæð hússins er tilgreint þar. Endanleg staðsetning og útlit er háð samþykki byggingarnefndar og byggingarfulltrúa. Fasteignagjald fyrir árið 2014 var um kr. 10.000,- Ruslagámur er við vegamótin þegar beygt er inn á afleggjara. Félag sumarhúsaeigenda Illagili og Jónslaut var stofnað í mars 2006. Til er peningur í sjóði félagsins sem notaður er til að annast sameiginlegar framkvæmdir s.s. við vatnsveitu, viðhald vegar og girðinga.
Þetta er eignarland og er afgirt.  Árgjald undanfarin ár hefur verið 50.000 á lóð.

Staðsetning lóðar: þegar ekið er Nesjavallaleið og komið niður á Grafningsveginn er beygt til vinstri, ekið er framhjá afleggjarunum merktur Nesjar og síðan niður næsta afleggjara til hægri.  Rafmagn og kalt vatn komið að lóðarmörkum. Heitt vatn verður ekki í bráð  - gæti þó orðið þegar fleiri bústaðir verða byggðir. Mikið útsýni og góður aðgangur að Þingvallavatni.

Nánari upplýsingar veitir stefán sími 896-9303. stefan@berg.is Eða á skrifstiofu sími 5885530.
 

í vinnslu