Þverhamar 3 158999, Breiðdalsvík


TegundLóð / Jarðir Stærð668.10 m2 7Herbergi 3Baðherbergi Sérinngangur

Berg fasteignasala kynnir: Þverhamar III í Breiðdalshreppi. Jörðin er um 100 ha. að stærð. Stundað hefur verið fjárrækt á jörðinni undanfarin ár.
Á jörðini standa tvö einbýlishús og er annað þeirra 72,7 fm að stærð og byggt 1945. Hitt húsið er 297,7 fm. að stærð og byggt 1988.
Minna húsið er með þremur svefnherbergjum, stofu, baðherbergi og eldhúsi.
Stærra húsið: Komið er í anddyri með flísum á gólfi og góðum skápum. Rúmgott hol. Björt og rúmgóð stofa með parketi á gólfi og er gengið á verönd frá stofunni. Sjónvarpshol innaf stofu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi með góðum skápum, baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf inn af hjónaherbergi. Stórt eldhús með vandaðri innréttingu, góðum tækjum og borðkrók. Glæsilegt útsýni frá eldhúsi. Stórt og gott baðherbergi með sturtuklefa og baðkari flísalagt í hólf og gólf. Rúmgott þvottahús með útgengi á baklóð.
Á neði hæðinni er tvöfaldur bílskúr.
Þá fylgir jörðinni tvö fjárhús 354 fm og 369,9 fm alls 723,9 fm. Fjárhúsin eru í notkun. Hlaða er 500 fm. Geymsla 19,8 fm. og véla og verkfærageymsla 120 fm. Allar byggingar eru í góðu ástandi. Einbýlishúsið er með þeim vandaðri sem finnast í Íslenskri sveit. Ræktað land er 21 hektari. Ríflega 80 hektara eignarland fylgir eigninni. Jörðinni fylgir mikið fjallendi í óskiptu landi. Allar nánari upplýsingar hjá BERG fasteignasölu í síma 588 55 30

 

í vinnslu